Umræðan eftir komu hluthafi.com

Nýjast á nálinni

Lögfræðiálit sérfræðinga hluthafi.com

Meira undir "Tilkynningar og fréttir"

Hvetja al­menning til að taka þátt í flug­rekstrinum
„Ætluðum að fara í frí, lentum í martröð“
Vildu að síðunni yrði lokað

Fjár­mála­eft­ir­litið hóf í gær at­hug­un á hluta­fjárút­boði sem aug­lýst er á vefsíðunni hlut­hafi.com. Fyrr í dag sendi FME er­indi til for­svars­manna síðunn­ar þar sem gerð var krafa um að henni yrði lokað þar sem ekki virt­ust upp­fyllt skil­yrði laga um verðbréfaviðskipti, m.a. varðandi út­gáfu lýs­ing­ar.

Þetta kem­ur fram á vef FME.

Eins og fram hef­ur komið, er á síðunni óskað eft­ir hluta­fjár­loforði a.m.k. tíu til tutt­ugu þúsund hlut­hafa í þeim til­gangi að end­ur­reisa flug­fé­lagið WOW eða stofna nýtt lággjalda­flug­fé­lag.

„Fjár­mála­eft­ir­litið taldi að fram­an­greind áskrift­ar­söfn­un félli und­ir hug­takið al­mennt útboð verðbréfa, sbr. 43. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/​2007, en með al­mennu útboði er átt við hvers kon­ar boð til al­menn­ings um kaup á verðbréf­um. Áður en farið er í al­mennt útboð verðbréfa þarf að gefa út lýs­ingu í sam­ræmi við 1. mgr. 44. gr. laga um verðbréfaviðskipti.

Fyrr í dag sendi Fjár­mála­eft­ir­litið er­indi til for­svars­manna hlut­hafi.com þar sem gerð var krafa um að heimasíðunni yrði lokað þar sem ekki virt­ust upp­fyllt skil­yrði laga um verðbréfaviðskipti, m.a. varðandi út­gáfu lýs­ing­ar. Í kjöl­far þessa hafa for­svars­menn hlut­hafi.com breytt fyr­ir­komu­lagi áskrift­ar­söfn­un­ar­inn­ar á þann hátt að nú er miðað við skrán­ingu fyr­ir hluta­skír­teini í einka­hluta­fé­lagi sem fell­ur ekki und­ir lög um verðbréfaviðskipti,“ seg­ir FME. 

Það vek­ur enn­frem­ur at­hygli á því, að al­menn­ir fjár­fest­ar njóti ekki sömu vernd­ar vegna kaupa í einka­hluta­fé­lagi og þegar þeir taka þátt í al­mennu hluta­fjárút­boði. 

Heimildir. 

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/04/15/vildu_ad_sidunni_yrdi_lokad/

Vill leggja til fjár­muni í nýtt flug­fé­lag
„Þó nokk­ur áhugi til staðar“
Biðla til al­menn­ings um end­ur­reisn WOW
Mikill áhugi hjá hótelrekendum á nýju WOW
„Ágætis hópur sem stendur að þessu átaki“