Um Fjárfestingu

Áhætta

Við stofnun hlutafélaga er drifkrafturinn oft fólginn í hagnaðarvon. Í þessu tilviki má færa rök fyrir verulegum þjóðhagslegum ábata. Engu að síður er alltaf einhver áhætta tekin með því að leggja fram hlutafé.

 

a) Því má spyrja ef Skúla tekst ekki að reisa við Wow air, og eða ef ekki tekst að stofna nýtt lággjalda flugfélag?

 

Þá verður enginn áhætta fyrir þá sem hafa lagt til loforð um hlutafé, þar sem loforðið fellur niður ógilt.

 

b) Ef Skúla tekst að reisa við félagið eða nýtt lággjalda félag stofnað?

Þá verður stofnað einkahlutafélagið X ehf.

 

Það félag kýs sér stjórn, sem ber að fara yfir rekstrarmódel hins nýja flugfélags. Ef módelið er tryggt þá innkallar X ehf. hlutafé sitt og gefur út hlutabréf á hluthafa og kaupir hlut í hinu nýja félagi, gegn því að aðili frá X ehf. verði í stjórn, til að tryggja hagsmuni hluthafa X ehf.

Ríkissjóður

Staða ríkissjóðs hefur styrkst með auknum ferðamannastraumi og gjaldeyrisforði seðlabankans vaxið jafnt og þétt allt hagvaxtarskeiðið frá því að Wow air var stofnað árið 2011.

Skatttekjur af flugrekstri eru verulegar. Flugrekstur íslenskra fyrirtækja skilar tugi milljörðum króna í beina skatta og launatengd gjöld.

 

Áætlað er að um á annan milljarð króna til viðbótar renni í ríkissjóð gegnum aðfangakeðju greinarinnar og milljarðar að auki frá neyslu starfsmanna í flugrekstrinum sjálfum.

Af þessu má sjá að flugrekstur leiðir af sér verulegan þjóðhagslegan ábata fyrir efnahag Íslands. 

Heading 6
Einkahlutafélag já eða nei
Án komu einkahlutafélags er mjög líklegt að ekki verði til nýtt lággjalda flugfélag í landinu til að taka við af Wow air. Með hverjum deginum mun Skúla  og hans fólki reynast erfiðara að endurreisa Wow air.

Þar að leiðandi er nauðsynlegt að almenningur komi að stofnun hlutafélags, sem gæti fjárfest í nýju flugfélagi.

Samkeppni

Virk samkeppni á mörkuðum er mikilvæg til að efla hagsæld þjóða, bæta starfsumhverfi fyrirtækja og standa vörð um hagsmuni almennings

 

Hagvöxtur

 

Eins og flestir vita hefur verið mikill hagvöxtur hér á íslandi síðustu ár eða frá stofnun Wow air 2011.

 

Hluti þess hagvaxtar má rekja til komu ferðamanna, sem hafa aukið umsvifin á öllum sviðum atvinnulífssins.

Eitt er fyrir víst að Icelandair getur ekki eitt fyllt upp í það skarð sem nú þegar hefur orðið í flugsamgöngum. Er því ljóst að samkeppnin hefur dvínað og hætta er á að flugsamgöngur komi til með að hækka verulega í verði, flugsætum að fækka og ferðamenn finni sér því aðra áfangastaði, sem hefur neikvæð áhrif á hagvöxt og nýgerða kjarasamninga.