Umræða eftir komu Hluthafi.com

Íslendingar regluglaðastir OECD þjóða
Heimildir.
https://www.visir.is/g/2019190419097

Lögfræðiálit sérfræðinga hluthafi.com

Eins og fram kemur í tilkynningu sem Fjármálaeftirlitið birti á heimasíðu sinni á mánudaginn, tók eftirlitið til skoðunar hvort að kynning hluthafa.com fæli í sér brot á lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Eftir samræður við fyrirsvarsmenn söfnunarinnar komst Fjármálaeftirlitið réttilega að því að fyrirhugað rekstrar-fyrirkomulag fæli ekki í sér verðbréfaviðskipti. Fyrirhugað er að stofna einkahlutafélag og munu áhugasmir fjárfestar geta keypt hluti í því. Hlutir í einkahlutafélögum eru ekki verðbréf og falla því ekki undir verðbréfaviðskiptalögin og sæta viðskipti með þá ekki eftirliti Fjármálaeftirlitsins.

 

Íslendingar þekkja það allra þjóða best hvaða afleiðingar það hefur að búa við einokun og fákeppni. Hluthafi.com er ætlað sem vetvangur til þess að auðvelda venjulega fólki og fjárfestum að stuðla að aukinni samkeppni í flugrekstri. Það er markmið sem stofnanir ríkisins ættu frekar að styðja en að beita sér gegn.

 

Í niðurlagi yfirlýsingar Fjármálaeftirlitsins er vakin athygli á því „að almennir fjárfestar njót[i] ekki sömu verndar vegna kaupa í einkahlutafélagi og þegar þeir taka þátt í almennu hlutafjárútboði.“Rétt er að benda á það að almenn hlutafjárútboð henta einkum til þess að afla fyrirtækjum sem hafa verið um tíma í rekstri viðbótar rekstrarfjár, eða til að hleypa af stokkunum verkefnum sem hafa mjög skýra og mótaða stefnu. Þegar ráðist er í almennt hlutafjárútboð þarf að gefa út útboðslýsingu sem inniheldur mikið magn upplýsinga. Það verkefni sem hluthafi.com stefnir að er ekki þess eðlis að þessar upplýsingar liggi fyrir á þessum tímapunkti. Eins og skýrt kemur fram víða á síðunni er stefnt að ákveðnu markmiði en meginlínur viðskiptaáætlunar og rekstrarforms munu ekki verða ljósar fyrr en að loknu vandlega ígrunduðu mati á öllum aðstæðum. Fjárfestar munu að sjálfsögðu fyllilega upplýstir um framvinduna. Hluthafi.com gerir athugasemdir við framsetningu Fjármálaeftirlitsins. Erfitt er að sjá hvernig fjárfestar sem kaupa hlutabréf í hlutafélagi njóti ríkari verndar en fjárfestar sem kaupa hluti í einkahlutafélagi. Stærsti munurinn er að formreglur gilda um það á hvaða formi og hvernig eigi að veita tilteknar upplýsingar til fjárfesta í hlutafélögum. Allar upplýsingar sem eiga erindi við fjárfesta í hluthafi.com verða birtar á heimasíðunni og aðgengilegar öllum fjárfestum. Verður þannig tryggt að jafnræði gildi meðal fjárfesta og að upplýsingargjöf sé vönduð og ítarleg. Að öðru leyti er ekki um neina sérstaka „fjárfestavernd“ að ræða sem á við um kaup í hlutafélögum frekar en einkahlutafélögum. Opinberar stofnanir verða að gæta meðalhófs í afskiptum sínum af einkaaðilum og er það miður að Fjármálaeftirlitið hafi að ósynjuð reynt að gera framtak hluthafa.com tortryggilegt.

Virðingafyllst,

Hluthafi.com